Velkomin á Haustráðstefnu
VERKEFNASTJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS
2017

Meira

Haustráðstefna 2017

Miðvikudaginn 4. október 2017  á Hótel Natura.

Kl. 9 -12 er vinnustofa

Kl. 13 - 17 eru fyrirlestrar

Ráðstefnan í ár ber yfirskriftina Verkefni til árangurs. Eins og nafnið ber með sér er áherslan lögð á að fræðast um árangursrík verkefni. Fyrirlesarar munu segja frá áhugaverðum verkefnum sem þeir hafa stýrt og ráðstefnugestir fá fræðilega innsýn í það hvaða aðferðir henta best þegar unnið er með fólki.

Vinnustofa

Mindful Leadership;

Persónuleg færni sbr. „People“ hluta ICB4

Með Ásdísi Olsen og Þórði Víkingi Friðgeirssyni

                                                                                                          

 

Við kynnum Mindful Leadership sem hagnýta leið til að vinna með persónulega þáttinn (People Section) í hæfniviðmiðum verkefnastjóra (ICP4). Mindful Leadership er ný vídd í leiðtoga- og stjórnendafræðum sem miðar að aukinni persónulegri færni. Mindful Leadership er hagnýt og áhrifaríkt þjálfunaraðferð (brain training) til að efla sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, tilfinningagreind, tengsl, samkennd, heilindi og árangursríkra samvinnu.  Mörg af öflugustu fyrirtæki í heimi, á borð við Google, hafa áttað sig á mikilvægi persónulegrar færni og tekið Mindfulness í þjónustu sína með undraverðum árangri.


Vinnustofan inniheldur: 

Áhrifaríkt og umbreytandi námskeið þar sem þátttakendur fá að kynnast Mindful Leadership æfingakerfinu að eigin raun. Unnið er markvisst með þá persónulega færniþætti sem tilgreindir eru IPMA 4.0, - núvitund, einbeiting, sjálfsþekking, sjálfsstillingu, tilfinningagreind, samkennd, samskiptafærni og teymisvinnu. 

Fyrirlestrar

Aðalfyrirlesarar eru þrír og deila með okkur þekkingu sinni á ólíkum sviðum.

Þórður Víkingur Friðgeirsson og Ásdís Olsen fjalla sameiginlega um leið til að auka persónulega færni og til að stilla fólk í núvitund – að ná athyglinni á stað og stund og gefa smjörþefinn af sjálfstengingu og samkennd (Common humanity).

 

Ásdís Olsen (B.Ed. og MA) er viðurkenndur Mindfulness kennari og hefur sérhæft sig í Mindfulness fyrir stjórnendur og innleiðingu Mindfulness á vinnustaði. Ásdís er reyndur háskólakennari, fjölmiðlakona og ráðgjafi og hefur einnig haldið fjölda námskeið og fyrirlestra. Ásdís er fyrsti Íslendingurinn sem stundar PhD nám í Mindfulness leiðtogafræðum

 

Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson er verkfræðingur, stjórnunarráðgjafi og lektor við HR með með sérhæfingu í verkefnastjórnun og ákvörðunarfræðum. Hann nýtir aðferðir úr smiðju Mindfulness til að sneiða hjá vitsmunaskekkjum (cognitive biases) og auka skýrleika í ákvarðanatöku.

 

 

Mr. Paul Hodgkins joined the world of Project Management in 1986. The name of his lecture is  "The Power of Project Leadership - Seven Leadership Lessons

His enthusiastic approach and project business success was recognised in his project management of some key projects; most notably in the then government owned British Rail; the implementation of communications infrastructure programme for London Undergrounds’ Jubilee Line Extension and a major telecommunications refresh programme across the Government Department of Social Security as well as in leading the communications implementation project for the Channel Tunnel Rail Link.

Paul was appointed as a Fellow of the Association for Project Management (FAPM) in October 2009 and represented Siemens as part of the PMI Global Executive Council and APM Corporate Leaders Advisory Group.

He also guest presents as part of University College London's MSc on the Strategic Management of Projects  as well as at University of Westminster’s Project Management MSc.


Lykilfyrirlestur

Ásdís Olsen og Þórður Víkingur Friðgeirsson

Mindful Leadership og ICB4" (e. Individual Competence Baseline)

Kynning á Mindful Leadership sem leið til að auka persónulega færni og til að stilla fólk í núvitund á ráðstefnunni – að ná athyglinni á stað og stund og gefa smjörþefinn af sjálfstengingu og samkennd (Common humanity).

Paul Hodgkins - The Power of Project Leadership - Seven Leadership Lessons

In today's project world where change is a constant, complexity and complication are the norm and uncertainty and ambiguity are the only things the project manager can be certain of, Paul explains why the ability of the project manager to transition to become the project leader is vital for successful project outcomes. In his presentation "The Power of Project Leadership - Seven Leadership Lessons", Paul shares 'seven lessons' he learned about leadership from aged 17 when he joined Siemens as a 'Youth Training Scheme' Trainee and that he applied to his projects, and that he believes all project managers can apply to theirs. This is an interactive, storytelling and personal presentation and it starts with the hardest interview he ever had……….one where he was only asked three very simple questions!  

 


Fyrirlesarar

 

Stefán Reynisson - Framkvæmdastjóri Teledyne Gavia ehf.

Stefán er M.Sc í International Marketing frá Copenhagen Business School og M.Sc í International Management frá CEMS (Comunity of European Management School) og B.Sc í viðskiptafræði frá HR. Stefán hefur starfað hjá Teledyne Gavia ehf.síðan 2009. Hann starfaði sem innkaupa- og gæðastjóri í tvö ár þegar hann tók við starfi rekstrastjóri (Director of Operations). Frá árinu 2014 hefur Stefán verið framkvæmdastjóri.

Kafbátagerð á Íslandi.

Teledyne Gavia ehf, eins og fyrirtækið heitir í dag, hefur þróað og smíðað dvergkafbát til rannsóknarstarfa. Fyrirlestur Stefáns fjallar um fyrirtækið, kafbátinn og þau verkefnastjórnunartól sem notuð eru við þróun kafbátsins.


Björn Örvar, ORF líftækni - Framkvæmdastjóri vísinda og vöruþróunar

Björn er með doktorspróf frá háskólanum í Bresku Columbiu. Hann er einn af stofnendum ORF líftæki árið 2000 og hefur verið í forystusveit fyrirtækisins alla tíð, m.a forstjóri í sjö ár. Björn er núna framkvæmdastjóri vísinda- og vöruþróunar. Björn hefur skrifað og fengið birt fjölda vísindagreina í fagi sínu. Hann hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir vísinda- og frumkvöðlastarf.

Frá geni í neytendavöru

Fyrirlestur Björns heitir „Frá geni í neytendavöru“ og fjallar um hvernig hugmynd um nýstárlega erfðatækni og framleiðsla fyrir lífvirk prótein gat orðið að neytendavöru sem nú er seld á 27 mörkuðum um allan heim. Í þessari löngu vegferð þurftu að sameinast í eitt ólík tæknisvið, framleiðsla, gæðastjórnun, hönnun og markaðs- og sölumál. Í dag er helsta vörumerki ORF Líftækni, BIOEFFECT, eitt heitasta „high-end skincare“ vörumerkið í heiminum í dag.


Tryggvi Jónsson - Framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Mannvit hf.

Tryggvi hefur starfað sem ráðgjafarverkfræðingur í 25 ár. og er núverandi formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV).

Stjórnun, hönnun og skipulag verkefna

Í fyrirlestri sínum mun Tryggvi fjalla um hvernig Mannvit kemur að stjórnun, hönnun og skipulagi og eftirlit ólíkra verkefna.  Meðal verkefna sem Tryggvi beinir sjónum sínum að er bygging Marriot Edition hótelsins fyrir Carpenter and Company og byggingu íbúða og verslana fyrir Austurhöfn en byggingamagnið er yfir 30 þúsund fermetrar.


Jón S. Þórðarson - Viðburðarstjóri PROevents 

Jón S. Þórðarson er stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og hefur mikla reynslu af viðburðaþjónustu auk langrar stjórnunarreynslu úr viðskipta- og listalífinu. Sem viðburðastjóri hefur Jón starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að fjölbreyttustu viðburðum hvort sem eru árshátíðir, hvataferðir, markaðsviðburðir, móttökur, stórir viðburðir í beinni sjónvarpsútsendingu og verðlaunaafhendingar svo eitthvað sé nefnt. Hann starfaði m.a. sem sýningastjóri í Borgarleikhúsinu í áratug. Jón hefur BSc í viðskiptafræði. 


Dagskrá

Þór Hauksson
13:00 - 13:10
Setning ráðstefnunnar Þór Hauksson Formaður Verkefnastjórnunarfélags Íslands
Ásdís Olsen og Þórður Víkingur Friðgeirsson
13:10 - 13:50
Mindful Leadership og ICB4 Ásdís Olsen og Þórður Víkingur Friðgeirsson
Stefán Reynisson
14:00 - 14:25
Stefán Reynisson Gavia
Björn Örvar
14:30 - 14:55
Frá geni í neytendavöru Björn Örvar
Kaffihlé
15:00 - 15:15
Kaffihlé
Tryggvi Jónsson
15:15-15:40
Hótel við Hörpu Tryggvi Jónsson
Jón S. Þórðarson
15:45 - 16:10
Hver viðburður er eins og frumsýning Jón S. Þórðarson
Paul Hodgkins
16:15 - 17:00
The Power of Project Leadership - Seven Leadership Lessons Paul Hodgkins

Staðsetning

Haustráðstefna félagsins verður haldin miðvikudaginn 4. október n.k. og hefst kl. 13.00 á Hótel Natura, Nauthólsvegi, 101 Reykjavík.

Vinnustofan er haldin í sama húsnæði um morguninn og hefst kl. 9.00

Skráðu þig á ráðstefnuna

VERÐ Á VINNUSTOFU KL. 9.00 – 12.00:
Fullt gjald 39.000 kr. / VSF félagar 29.000 kr. / Nemendaaðild VSF 19.000 kr.

VERÐ Á RÁÐSTEFNU KL. 13.00 – 17.00:
Fullt gjald 22.500 kr. / VSF félagar 17.500 kr. / Nemendaaðild VSF 5.000 kr.

VERÐ FYRIR VINNUSTOFU OG RÁÐSTEFNU (LÉTTUR HÁDEGISVERÐUR INNIFALINN) KL. 9.00 – 17.00:
Fullt gjald 50.000 kr. / VSF félagar 39.000 kr. / Nemendaaðild VSF 22.000 kr.

SKRÁNING Á VINNUSTOFU OG RÁÐSTEFNU