VSF - VinnustofaÁ vinnustofunni verður beitt nýstárlegri aðferð til að auka skilning þátttakenda á stjórnun verkefna og verkefnastofna. Aðferðin sem byggir á leiknum Swiss Island® sem vann verðlaunin PMI® Continuing Professional Education Product of the Year 2017 hjá Project Management Institute (PMI).

 Í leiknum glíma nokkur lið við stjórnun verkefnaskráa (e. portfolio), verkefna (e. project) og verkefnastofna (e. programmes). Þátttakendur fá þjálfun í að beita sér í ólíkum hlutverkum með það að markmiði að hámarka árangri innan settra skilyrða. Hlutverkverkin eru m.a. bakhjarl, stjórnandi verkefnaskrár, stjórnendur verkefnastofna, verkefnisstjórar, verktakar, ofl. Leikurinn er að marki aðlagaður að þátttakendum og þess vegna ekki aðeins fyrir reynda sérfræðinga. Verkefnið Ísland er þróað af MPM-náminu við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við Swiss Island® í Zurich. Umsjón með vinnustofunni hafa dr Haukur Ingi Jonasson frá Háskólanum í Reykjavík og Rudiger Geist stofandi og eigandi Swiss Island.